Skiljanlega niðurlútur SJS

Það örlar á samvisku hjá niðurlútum SJS í þessari ömurlegu frétt, en burtséð frá því er þessi "Samþykkt ríkisstjórnarinnar" svo lame að nú hlýtur fólk fyrst að fara að öskra!

,,Í sérstakri samþykkt ríkisstjórnarinnar kemur fram, að  hún muni leggja áherslu á
endurskoðun stjórnarskrárinnar til að tryggja enn frekar eign þjóðarinnar á auðlindum landsins." Hvað þýðir þetta? Og það svona eftirá? Eitthvað sem þarf að "tryggja enn frekar" er greinilega ekkert sérstaklega öruggt, eða?

Núna - semsé degi eftir að það er of seint, stendur til að ,,taka upp viðræður við forsvarsmenn kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy um að nýtingarréttur HS Orku á orkuauðlindum á Reykjanesi verði takmarkaður í 40-45 ár í heild í stað 65 ára eins og samningar HS Orku og Reykjanesbæjar kveða á um en þar er einnig vilyrði um að framlengja nýtingarréttinn í 65 ár til viðbótar."

Gott fólk - I´ve got news for you: Eftir 130 ár verðum við öll dauð!

Og löngu, löngu fyrir það, eftir að þessum sölu"samningi" var hleypt í gegn.

Hvílík svívirða! Ég sagði mig úr Þjóðkirkjunni árið 1996. Ef þjóðin mín ætlar að láta þetta gott heita, neyðist ég því miður til þess að  heita héðan í frá Þórdís landlausa.


mbl.is Vilja viðræður við Magma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það gæti reynst Steingrími erfitt að koma á tryggingu á frekari einkarétti þjóðarinnar á auðlindum. Samstarfsflokkurinn stoppar örugglega þær ráðagerðir af þar sem það er í andstöðu við stefnu ESB.

Gunnar Heiðarsson, 18.5.2010 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband