Aska fellur á sjötugsafmæli Margrétar Þórhildar

Öskufallið truflar nú einnig sjötugsafmæli Margrétar Þórhildar Danadrottningar á morgun, en norska og sænska kóngafólkið neyðist til þess að koma með lest til Kaupmannahafnar, þar eð flugi hefur verið aflýst.

Kastrupflugvelli er lokað og Søren Hedegaard Nielsen, blaðafulltrúi Kastrupflugvallar, segir að lokunin gildi bæði fyrir þá með blátt og rautt blóð. Hann veit ekki hvernig fer með gesti drottningar frá öðrum löndum en Norðurlöndum og segir: Þetta hefur aldrei gerst hjá okkur fyrr og það er ekki eins og við höfum verið búnir að reikna þetta inn í flugferðaáætlunina.

Hinn almenni Dani er okkur reiður vegna þess að askan er að eyðileggja afmælið fyrir drottningunni!
Það þýðir ekkert að benda fólki á að við ráðum ekki beinlínis veðrum og vindum, hvað þá eldfjöllum og  hvenær þau gjósi!


mbl.is Flugumferð bönnuð um Bretland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband